ANGAN - Tungl Bað Serimónía

5.900 kr

– Uppselt

Notify me when this product is available:

Orka | Hreinsun | Tunglið

Tungl Serimóníu Bað er ætlað til að hreinsa og vernda andlegu hliðina. Þegar orkan okkar er sífellt að reyna að aðlaga sig og koma sér í jafnvægi, getur neikvæða orkan safnast fyrir.

Mánaðarlegt Tungl Bað er auðveld og mjög afslappandi leið til að hreinsa áruna af neikvæðri orku. Settu þér ásetning t.d. að sleppa allri neikvæðni og skolaðu henni síðan niður í lok athafnar.


--

Athöfn 1. Hreinsið baðherbergið og kristallana með salvíu reyknum.

 2. Kveikið á kertum eða dempið ljósin.

 3. Fyllið baðið af vatni , (um 37 ° C)

 4. Bætið Arctic Thyme baðsaltinu og hrærið þar til það leysist upp.

 5. Setjið þurrkuðu blómin í pokann og bætið í baðvatnið.

 6. Setjið kristallana á baðbrúnina eða bætið þeim í baðvatnið.

 7. Leggist í baðið og njótið í 20-30 mínútur.

 8. Setjið ykkar ásetning í bað serimóníuna.

 9. Skolið ekki - leyfið húðinni að loftþurrkast.

 10. Drekkið vatn eða Kristalsvatn eftir baðið.


Meðal þessara leiðbeininga er ekki mælt með að nota sápu, sjampó eða baðolíu í Tungl Bað serimóníu. Þegar þú stígur í vatnið, ert þú að skapa heilaga og andlega athöfn, svo það er mikilvægt að greina á milli reglulega baða frá serimóníu baði.

Kíktu á 2019 Tungl Dagatalið til þess að stilla þig inn á tungstöðurnar.

Tungl Bað


Öflug leið til að tengjast alheiminum er að stilla sig inn á tunglið.

 • Nýtt tungl er fyrir nýtt upphaf, að hefja ný verkefni og planta n ýjum fræjum.

 • Fullt tungl er öflugur tími fyrir breytingar, ákvarðanir og losun.


Virkni • Hreinsar áruna

 • Losar um neikvæða orku

 • Hreinsar líkamann

 • Tengjast sjálfinu

 • Jafnvægi


Kristallar • QUARTS


Orka • Hugarró • Hreinsandi • Jákvæðni

 • LABRADORITE


Breytingar • Jafnvægi • Innsæi • Jarðtenging

 • OBSIDIAN


Sannleikur • Möguleikar • Meðvitund • Vernd